04/05/2024

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Akranesi

Hin árlega stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi sem Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi stendur fyrir fór fram í dag. Nemendur í elstu bekkjum Grunnskólans á Hólmavík taka þátt í þessari keppni ásamt nemendum úr fjölmörgum skólum á Vesturlandi, alls á annað hundrað keppendur. Að lokinni keppni býður Sparisjóðurinn á Akranesi upp á veitingar, en sjóðurinn gefur einnig verðlaunin og greiðir allan kostnað við keppnishaldið.

Byggt á frétt á www.skessuhorn.is.