29/05/2024

Enn er dregið í heimabingóinu

645-amstu15

Fimm tölur voru dregnar út í dag þriðjudag í heimabingói Sauðfjárseturs á Ströndum, eins og sjá má hér á eftir. Enginn er kominn með bingó, en við hvetjum fólk til að fara vandlega yfir miðana sína og kannski að athuga aftur hvort ekki hafi verið merkt við allar tölur. Tölur dagsins eru: B-10, I-16, G-57, O-63 og O-64. Næst verða birtar tölur milli tólf og tvö á morgun, miðvikudag. Þeir sem eru komnir með bingó eiga að hringja í Ester Sigfúsdóttir bingóstjóra (s. 823-3324).