22/07/2024

Kynning á 3L Expo á Ísafirði

Sýningin 3L EXPO verður haldin í Egilshöll dagana 7.–11. september. Á sýningunni verður allt sem tengist lífi, líkama og líðan og verður hún stærsta sýning sem haldin hefur verið á Íslandi. Á sýningunni verða yfir 100 fræðsluerindi, auk fjölda kynninga og uppákoma tengdum heilsu og vellíðan. Áætlað er að yfir 400 sýnendur kynni vörur og þjónustu og ekki færri en 40.000 gestir heimsæki sýninguna. Nánari upplýsingar um 3L EXPO er að fá á www.3lexpo.is. Kynningarfundur um þátttöku fyrirtækja í 3L EXPO verður föstudaginn 24. mars í Stjórnsýsluhúsinu Ísafirði kl. 18:00 og er fyrirtæki á Ströndum sem áhuga hafa á þátttöku hvött til að mæta á fundinn af sýningarhöldurum.