19/04/2024

Fjölmennasta mót Skíðafélagins

Frá skíðamóti á dögunumSkíðafélagsmót sem haldið var á Steingrímsfjarðarheiði í gærdag var sennilega það fjölmennasta sem haldið hefur verið á vegum Skíðafélags Strandamanna, að sögn Ragnars Bragasonar. Að sama skapi er það fjölmennasta skíðamót sem haldið hefur verið á Ströndum að Strandagöngunni undanskilinni, en keppendur voru alls 36. Þrátt fyrir það vantaði töluvert af fólki sem oft hefur mætt til keppni. Logn var á heiðinni og 5 stiga frost og skíðafæri gott á héluðu harðfenni. Gengið var með frjálsri aðferð. Starfsmenn mótsins voru: Björn Fannar Hjálmarsson, Már Ólafsson, Bryndís Sveinsdóttir, Sverrir Guðbrandsson, Kristinn Sigurðsson, Karl Þór Björnsson og Ingibjörg Sigurðardóttir.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:
Stelpur 6 ára og yngri 1 km F. ár Tími
1. Branddís Ösp Ragnarsdóttir 98 7,43        
2. Kolbrún Ýr Karlsdóttir 99 9,36        
Strákar 6 ára og yngri 1 km
1. Trausti Rafn Björnsson 99 10,52        
2. Almar Daði Björnsson 98 13,32        
3. Stefán Snær Ragnarsson 01 17,15        
Númi Leó Rósmundsson 98 Hætti        
Stelpur 7-8 ára 1 km
1. Margrét Vera Mánadóttir          97 12,28        
Strákar 7-8 ára 1 km
1. Theódór Þórólfsson 97 9,12        
2. Oddur Kári Ómarsson  97 12,01        
Stelpur 9-10 ára 2,5 km
1. Dagrún Kristinsdóttir 95 15,07        
2. Gunnhildur Rósmundsdóttir 95 22,46        
Strákar 9-10 ára 2,5 km
1. Magnús Ingi Einarsson 94 9,58        
2. Ólafur Orri Másson 94 10,19        
3. Darri Hrannar Björnsson 95 19,4        
4. Jakob Ingi Sverrisson 95 19,5        
5. Friðrik Smári Mánason 94 22,08        
Stelpur 11-12 ára 2,5 km
1. Sigrún Kristinsdóttir 92 13,52        
2. Hadda Borg Björnsdóttir  93 17,28        
Strákar 11-12 ára 2,5 km
1. Guðjón Þórólfsson 93 13,29        
Stelpur 13-16 ára 3,5 km f .ár  1. hr.  2. hr. Samtals
1. Erna Dóra Hannesdóttir 91 10,46 4,43 15,29    
2. Þórdís Karlsdóttir 91 12,05 5,33 17,38    
Strákar 13-16 ára 5 km
1. Þórhallur Aron Másson 90 8,25 8,33 16,58    
2. Bjarki Einarsson 90 10,46 10,55 21,41    
Konur 17-34 ára 5 km
1. Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir 76 14,5 15,2 30,1    
Konur 35-49 ára 5 km
1. Marta Sigvaldadóttir 57 11,35 11,33 23,08    
2. Helga Halldórsdóttir 65 11,56 12,24 24,2    
3. Anna Guðlaugsdóttir 58 16,24 16,28 32,52    
Karlar 17-34 ára 10 km f ár. 1. hr.  2. hr. 3. hr.  4. hr.  Samtals
1. Sigvaldi B. Magnússon 84 6,29 6,51 6,58 6,59 27,17
2. Ragnar Bragason 74 7,01 7,16 7,3 7,18 29,05
3. Úlfar Örn Hjartarson 80 8,36 9,07 8,56 9,02 35,27
Karlar 35-49 ára 10 km
1. Magnús Steingrímsson 55 8,09 7,59 8,35 8,14 32,57
2. Vilhjálmur Sigurðsson 62 9,47 10,17 10,21 10,09 40,34
3. Ómar Már Pálsson 64 15,38 16,33 5 km 32,11
Karlar 50 ára og eldri 10 km
1. Rósmundur Númason 53 10,32 10,4 10,3 10,43 42,25
2. Bragi Guðbrandsson 33 12,44 12,58 13,54 14,02 53,38
3. Halldór Ólafsson                      32 15,04 15,45   5 km    30,49

Strandagangan fer fram um miðjan apríl en þangað til eru eftir bæði Sparisjóðsmótið og KB-bankamótið. Ragnar vill minna skíðaáhugafólk á heimasíðu Íslandsgöngunnar http://www.islandsgangan.tk. Undir liðnum vegalengdir neðst til vinstri á forsíðu er keppni á milli héraða í samanlögðum kílómetrafjölda í Íslandsgöngunni.