16/06/2024

Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík um næstu helgi

Leikhópurinn Lotta mætir að venju á Hamingjudaga – ljósm. Jón Jónsson/strandir.saudfjarsetur.is

Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík var fyrst haldin árið 2005 og hefur verið árleg skemmtun síðan. Um næstu helgi verða þessi hátíðahöld á dagskránni og fjölmargir viðburðir munu þá eiga sér stað, allt frá fimmtudegi til sunnudags. Stutta útgáfan af dagskránni á fésbókarsíðu Hamingjudaga er svona:

Dagskrá Hamingjudaga 2019

27. júní fimmtudagur
Kl. 13:00 – 17:00 Náttúrubarnanámskeið með hamingjuþema, Náttúrubarnaskólinn á Sauðfjársetrinu í Sævangi
Kl. 17:00 Polla- og Pæjumót, fótboltamót HSS á Grundunum
Kl. 21:00 Tónleikar, Heiða Ólafsdóttir ásamt gestum í Bragganum 

28. júní föstudagur
Kl. 16:00 – 20:00 Veltibíllinn á plani við félagsheimilið 
Kl. 17:00 Setning Hamingjudaga og menningarverðlaunin afhent í Hnyðju. 
Kl. 19:30 – 21:00 Brekkusöngur við minnismerkið, við fjöruna í Austurtúni 
Kl. 21:00 Búkalú, sýning fyrir 18+, Margréta Erla Maack í Bragganum

29. júní laugardagur
Kl. 8:00 – 15:45 Hamingjuhlaup, byrjað er að hlaupa frá Árnesi í Trékyllisvík og endað á Hólmavík
Kl. 9:00 Hamingjumót GHÓ, Golfklúbbur Hólmavíkur, á Skeljavíkurvelli 
Kl. 10:30 – 12:00 Froðubraut á Jakobínutúni við félagsheimilið
Kl. 12.10 – 13.00 Hamingjurallý – viðgerðarhlé við félagsheimili. 
Sjá nánari tímasetningar á heimasíðu strandabyggd.is/hamingjudagar/
Kl.13.00-15:00 Hólmadrangur, Drangur og Strandaskel bjóða uppá sjávarréttarsúpu við Hólmadrang
Kl. 14:00 – 16:00 Nýji slökkvuliðsbíllinn ásamt öðrum tækjum til sýnis, Slökkviliðið og Vegagerðin verða á planinu við Braggann 
Á Galdratúninu:
Kl. 13:00 Skrúðganga úr hverfum, Hverfastjórar leiða gönguna með söng.
Kl. 13:00 – 16:00 Leiktæki
Kl. 13:00 – 17:00 Hamingjumarkaður í Hnyðju. Ýmiss varningur til sölu, fatnaður, hlutir og matur
Kl. 13:00 – 17:00 Blaðrarinn, Hann/Hún gerir allskonar skemmtilegt úr blöðrum.
Kl. 13:00 – 14:00 Véfrétt, félagar í Leikfélagi Hólmavíkur með spuna. 
Kl. 13:00 – 15:30 Bakarameistari í beinni útsendingu, Strandir í verki.
Kl. 14:00 – 15:00 Útileikir fyrir alla. Enginn er of gamall til að bregða sér í leik og sprell
Kl. 14.45 – 15.15 Hljómsveitin Strandabandið tekur nokkur lög. 
Kl. 15.30 – 15.40 Hnallþóruverðlaunin tilkynnt.Keppt er í 2 flokkum. 
Hamingjukakan 2019 í fullorðins og barna og unglingaflokki.
Kl. 15.40-15.45 Móttaka hlaupara, tekið á móti hlaupurum með lófataki og fimmum.
Kl. 15:45 – 17:00 Hnallþóruhlaðborð, Hólmvíkingar bjóða gestum og gangandi til Hnallþóruhlaðborðs sem engan svíkur, munið eftir diskum og glösum til að passa upp á náttúruna 
Kl. 16:30 – 16.50 Verðlaunaafhending í Hamingjurallý við Galdrasafn
Kl. 17:00 – 18:00 Leikhópurinn Lotta, sýnir Litlu Hafmeyjuna í Kirkjuhvamminum. Árlegur viðburður á Hamingjudögum sem eykur samveru, gleði og hamingju fólks á öllum aldri.
Kl. 19:00 – 21:00 Sundlaugarpartí í sundlaug Hólmavíkur. Skemmtilegt sundlaugarpartí fyrir ungt fólk á öllum aldri
Kl. 23:00 – 03:00 Hamingjuball, Hljómsveitin Allt í Einu leikur fyrir dansi í félagsheimilinu fram á rauða nótt. 
18 ára aldurstakmark. Aðgangseyrir er 3000.- 

30. júní sunnudagur
Kl. 11:00 Létt útimessa í Tröllatungu 
Kl. 13:00 Furðuleikar í Sævangi, árlegur viðburður og magnað kaffihlaðborð.

Bent er á vefinn www.hamingjudagar.is og Facebook-síðu Hamingjudaga til frekari fróðleiks.