04/03/2024

Fermingardagurinn bjartur og fagur

Í dag, Hvítasunnudag, fór fram ferming í Hólmavíkurkirkju. Þar voru fermd 8 börn, prestur var sr. Sigríður Óladóttir. Nú taka við mikil veisluhöld víða um Hólmavík og standa sjálfsagt langt fram eftir kvöldi. Við hjá strandir.saudfjarsetur.is óskum fermingarbörnunum alls hins besta á fermingardaginn og í framtíðinni. Oft er sagt við ferminguna að börn séu komin í fullorðinna manna tölu og þó það sé misjafnlega eftirsóknarvert að teljast til fullorðinna er það vissulega oft spennandi og skemmtilegt.

Ljósm. Gunnar Logi

Ljósm. Ingimundur Pálsson