07/02/2023

Fyrstu tjaldbúarnir

Fyrstu tjaldbúarnir þetta árið létu sjá sig á Hólmavík um hvítasunnuhelgina eins og við var að búast og tjaldsvæðið virðist vera nokkuð í vel stakk búið til að taka á móti gestum í sumar. Veðrið um hvítasunnuhelgina á Ströndum er hefur verið yndislegt í alla staði. Mjög mikil umferð hefur verið á Ströndum og mikið að gera hjá flestum þjónustuaðilum. Samkvæmt veðurspánni fer veðrið örlítið kólnandi á morgun en það hlýnar á ný og verður áfram að mestu sól og sæla út vikuna.