14/11/2024

Sveitarfélögum gæti fækkað í 17

Í textavarpi RÚV kemur fram að ákveðið hefur verið að leggja í hendur Alþingis að ákveða sameiningar sveitarfélaga. Hingað til hafa íbúar sveitarfélaga yfirleitt kosið um sameiningar, nema þar sem íbúafjöldi var kominn niður fyrir 50. Fjögurra manna hópur á  vegum Samgönguráðuneytisins mun á næstu mánuðum vinna tillögu um sameiningu sveitarfélaga og leita eftir viðhorfum sveitarstjórna og íbúa á hverju svæði. Tillagan verður svo lögð fyrir landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga strax á næsta ári og í framhaldinu fyrir Alþingi sem mun ákveða hvernig sveitarfélögum er háttað eftir 2014. Kristján Möller ráðherra sveitarstjórnamála gerir sér vonir um að sveitarfélögum fækki allt niður í 17, en þau eru nú 78.