26/12/2024

Úrslitin liggja fyrir

Úrslit liggja nú fyrir í öllum kjördæmum og á lokaatkvæðunum í Norðvesturkjördæmi breyttist staðan á landsvísu þannig að Sjálfstæðismenn tóku einn mann frá Framsókn miðað við fyrri tölur og eru með 25 þingmenn. Samfylking er með 18 menn, Vinstri grænir með 9 menn, Framsókn með 7 menn og Frjálslyndi flokkurinn með 4 menn. Í Norðvesturkjördæmi fær Sjálfstæðisflokkurinn 3 menn, Samfylking 2, Frjálslyndir 2, Framsókn 1 og Vinstri grænri 1. Annar maður Frjálslynda flokksins er jöfnunarmaðurinn. Ríkisstjórnarflokkarnir eru með 32 menn á móti 31 manni hinna flokkanna.