08/10/2024

Kristinn H. kominn inn

Á skammri stund skipast veður í lofti og nú er Kristinn H. Gunnarsson kominn inn sem uppbótarmaður í staðinn fyrir Herdísi Á. Sæmundardóttir, eftir að nýjar tölur komu úr Norðvesturkjördæmi eftir kl. 7.00 þar sem 16.943 atkvæði hafa verið talin. Þetta riðlar uppbótarmönnum í öllum kjördæmum, en þingmannafjöldi flokkanna breytist þó ekki. Nú er búið að telja 94,1% atkvæða úr Norðvesturkjördæmi. Sjálfstæðismenn eru með 28,9% í Norðvestrinu núna, Framsókn með 19%, Frjálslyndir með 13,6%, Íslandshreyfingin með 1,4%, Samfylking með 21,4% og Vinstri grænir með 15,7%. Enn munar mjög litlu með uppbótarmanninn og eins munar litlu að Herdís Sæmundardóttir felli Einar Odd sem kjördæmakjörinn.

1. Sturla Böðvarsson (D)
2. Guðbjartur Hannesson (S)
3. Magnús Stefánsson (B)
4. Jón Bjarnason (V)
5. Einar K. Guðfinnsson (D)
6. Guðjón Arnar Kristjánsson (F)
7. Karl V. Matthíasson (S)
8. Einar Oddur Kristjánsson (D)
_____________________________

9. Herdís Sæmundardóttir (B)
10. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir (V)
11. Herdís Þórðardóttir (D)
12. Anna Kristín Gunnarsdótir (S)
13. Kristinn H. Gunnarsson (F)

Samkvæmt tölunum núna er það Kristinn H. Gunnarsson sem fær uppbótarsætið og skýrist það fyrst og fremst af því að meira en helmingsmunur er á fylgi Frjálslyndra í Norðvesturkjördæmi og öðrum kjördæmum.