11/10/2024

Bæklingar um landsmótið

Nú er unglingalandsmót á Vík í Mýrdal um komandi verslunar-mannahelgi og margir Strandamenn farnir að huga að ferð þangað. Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík vill benda þeim sem ætla á Unglingalandsmótið á að hægt er að fá upplýsingabæklinga um mótið sjálft og líka gott kort og bækling um Vík og nágrenni á Upplýsingamiðstöðinni. Því er rétt að hvetja fólk til að kíkja við og krækja sér í bæklinga áður en lagt er upp í ferðalagið, hvort sem ætlunin er að fara langt eða skammt. Upplýsingamiðstöðin á efni og hefur á takteinum upplýsingar um landið allt og er því bæði gagnleg fyrir heimamenn sem ætla eitthvað annað og ferðamenn sem ætla að heimsækja Strandir.