28/04/2024

Tilraunaþing á Hólmavík

Um 30 manns frá 10 löndum eru nú
stödd á Hólmavík til að taka þátt í ráðstefnu og vinnustofum. Hópurinn
samanstendur af fólki frá ýmsum ungmennaskiptasamtökum sem hafa það að markmiði
að virkja ungt fólk til þátttöku í samfélaginu og nýta ýmis listform til þess.
Næstu daga mun hópurinn standa fyrir ýmsum stuttum tilraunasmiðjum þar sem
óskað er eftir þátttöku heimamanna af öllu tagi frá fermingaraldri og upp úr.
Smiðjurnar fara fram á ensku og íslensku svo tungumál er engin fyrirstaða. Ekki
þarf að skrá sig í smiðjurnar fyrirfram heldur bara mæta, öllum að
kostnaðarlausu.


Yfirskriftin er Rural Rhythm – Urban Pulse eða Þorpstaktur – Borgarpúls
(Ólíkur taktur
þorps og
borgar).

SMIÐJUR
 
Mánudagur 11. apríl
 
Kl. 9:00 –
11:00 í Bragganum
MEDIÁTOR  frá Ungverjalandi
Manngerð
hljómsveit,
leiðangur að okkar innra sjálfi.
Ættbálkatónlist (tribal) og dans.

 
Kl. 15:30 – 17:00 í Bragganum
Arnar Jónsson frá
Hólmavík
Hrynsmiðja
 
Kl. 20:00 – 21:30 í
Bragganum
Þjóðakynning
Allar þátttökuþjóðirnar kynna brot af
menningu
sinni og siðum. Allir velkomir stórir sem smáir.
 
Þriðjudagur
12.
apríl
 
Kl. 9:00 – 11:00 í Bragganum
RAFT frá Serbíu, FEDRA frá
Bosníu
og Hersegóviníu og MEDIA ARTES frá Makedóníu
Stefnumót dreifbýlis og
þéttbýlis gegnum leiklist.
 
Kl. 20:00 – 22:00 í Bragganum
BIVEDA
frá
Búlgaríu og TDU frá Austurríki
Ég og samfélagið – ég í
samfélaginu!
Sameiginleg áskorun –  skapandi vinna.
 
Miðvikudagur
13.
apríl
 
Kl. 9:00 – 11:00 í Bragganum
TDU frá Austurríki og
KRASSANDI
frá Íslandi
Leikhús hinna kúguðu (Theatre of the Oppressed)
 
Kl.
16:30
– 17:30 í Hólmavíkurkirkju
Sr.Sigríður Óladóttir
Radd- og
söngsmiðja byggt
á fornum íslenskum hefðum.
 
Fimmtudagur 14. apríl
 
Kl.
9:00 –
11:30
ARTEES frá Frakklandi og EPSILON III frá Rúmeníu
Innra og
ytra. 
Dans og ljósmyndasmiðja
 
Kl. 12:00 – 13:00 Súpufundur Café
Riis
Kynning á Evrópu unga fólksins. Möguleikar og tækifæri fyrir
heimamenn.
Þátttökusamtökin kynna samtök sín og hvernig Evrópa unga
fólksins
tengist starfsemi þeirra.
 
Kl. 19:00 Pizzahlaðborð á Café Riis
Kl.

20:00  Kvöldvaka. Café Riis
Afrakstur smiðjanna sýndur og kynntur.
Gleði og
gaman. Barinn opinn!