25/04/2024

Gleðilegan sjómannadag!

580-sjomann-h1

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík stendur fyrir dagskrá í tilefni sjómannadagsins 1. júní 2014. Dagskráin er á þá leið að kl. 11:00 verður haldin marhnútaveiðikeppni fyrir ungu kynslóðina á bryggjunni. Verðlaunaskjöl verða afhent fyrir flesta veidda fiska, mesta veginn afla auk þess fyrir stærsta og minnsta fiskinn. Kl. 13:00 verður svo skemmtidagskrá við höfnina, koddaslagur, brettahlaup og fleira og er hætt við að einhverjir vökni í atganginum. Kl. 15:00 er svo kaffisala í Félagsheimilinu á Hólmavík og rennur allur ágóði af henni til styrktar björgunarsveitinni. Frá þessu segir á vef sveitarinnar www.123.is/dagrenning.