14/09/2024

Óánægja með að rafmagn var tekið af Árneshreppi í dag

Íbúar í Árneshreppi eru ósáttir við vinnubrögð Orkubús Vestfjarða sem tók
rafmagnið af byggðinni kl. 13:00 í dag. Tilkynning um það barst íbúunum um kl.
11:00 í morgun að rafmagn yrði tekið af frá kl 13:00 – 16:00 vegna viðgerða.
Íbúi í hreppnum sem hafði samband við strandir.is finnst það forkastanlegt að
þetta skuli vera gert þegar fyrir hefur legið í nokkurn tíma að um þjóðmálalegar
umræður yrði að ræða í beinum útsendingum í sjónvarpi og útvarpi í dag. Það er
fyrirséð að íbúar hreppsins geta ekki fylgst með umræðunum í sjónvarpinu um
rannsóknarskýrsluna sem kom út í morgun. Þetta bætist ofan á óþægindi sem íbúar
Árneshrepps hafa þurft að þola í mest allan vetur með samgöngur og slitrótt
netsamband. 

Bein útsending í aukafréttatíma í Sjónvarpinu hefst kl. 14:55 sem
hugsuð er til upplýsingar fyrir alla landsmenn.