20/04/2024

Vel heppnaðir tónleikar á Hólmavík

Karlakórinn Lóuþrælar sótti Hólmvíkinga heim í dag og hélt konsert í Hólmavíkurkirkju. Á söngdagskránni voru jóla og aðventulög. Aðsóknin var með ágætum eða eins og séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur Hólmvíkinga komst að orði í stuttri hugvekju sem hún flutti við þetta tækifæri, þá hefðu um fjögur hundruð manns mætt á þessa tónleika hefðu þeir verið haldnir á Akranesi og sama hlutfall íbúa mætt. Þess má geta að gestir komu alla leið úr Árneshreppi sem er um langan veg að fara. Að loknum tónleikunum þá var kórnum og öðrum gestum boðið í sannkallaða stórveislu, sem var í boði kvennakórsins Norðurljósa á Hólmavík.

Stjórnandi karlakórsins er Guðmundur St. Sigurðsson og undirleikari er Elínborg Sigurgeirsdóttir. Vill kórinn þakka frábærar móttökur á Hólmavík.

Myndir af kórferðalaginu og tónleikunum teknar af Sveini Karlssyni og Birni Sverrissyni má finna undir þessum tengli.