16/06/2024

Sundlaugarbygging fokheld

350-sundlaug-drangsSundlaugarbyggingin á Drangsnesi er orðin fokheld. Hefur verkið gengið mjög vel, en byrjað var að grafa fyrir byggingunni þann 21. ágúst sl. Þakjárn er komið á húsið og klæðning utan á kemur um leið og veður leyfir. Hurðir og gluggar eru komin á staðinn og verða sett í fljótlega á nýju ári.

Verið er að gera kjallarann tilbúinn undir málningu, en því verður að vera lokið áður en hreinsibúnaður og annað sem þar verður kemur inn. Hitaveita er komin í húsið og hiti kominn á gólfin, þannig að þægilegra verður með alla smíðavinnu inni þó áfram verði eins kalt og undanfarið. Smiðir við verkið eru Grundarásmenn.

 

Frétt 20. des. 2004: Framkvæmdir á Drangsnesi.

 

350-sundlaugarhus

350-sundlaug-drangs

 

Sundlaugarhúsið á Drangsnesi – ljósm. Jenný Jensdóttir