10/12/2024

Dorgveiðikeppni á sjómannadaginn

.Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík stendur fyrir dorgveiðikeppni fyrir alla fjölskylduna á sjómannadaginn á höfninni á Hólmavík í dag, en keppnin hefst kl. 13:00. Öllum  er velkomið að taka þátt og spreyta sig í veiðigæfunni. Allir sem taka þátt í leiknum fá sérstaka viðurkenningu fyrir þátttökuna frá skipuleggjendum keppninnar og óskandi er að sem flestir þurrki rykið af gamla veiðihjólinu og taki þátt í þessum skemmtilega fjölskylduleik í tilefni af sjómannnadeginum. Ljósmyndari frá strandir.saudfjarsetur.is verður að sjálfsögðu á staðnum og birtir myndir frá þessum hefðbundna og skemmtilega sjómannadagsleik á Hólmavík.