19/09/2024

Rafmagnsleysi í nótt

Rétt fyrir klukkan 4 í nótt fór rafmagn af öllu Vesturlandi og Vestfjörðum og mestum hluta Húnaþings. Ástæðan var bilun í dreifingarkerfi Landsvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er talið að bilunina megi rekja til ísingar á línum og jafnvel til eldinga. Eldingaveður var á Hvalfjarðarsvæðinu.