23/04/2024

Vegurinn í Árneshrepp opnaður

645-kaldbakshorn

Vegagerðin á Hólmavík opnaði veginn norður í Árneshrepp í dag og eru nú merktir hálkublettir á leiðinni norður í Norðurfjörð á vef Vegagerðarinnar. Á vefnum www.litlihjalli.is kemur fram að byrjað var að moka veginn í gær bæði að norðan og sunnan. Nokkur snjóflóð höfðu fallið á veginn, einkum á Kjörvogshlíðinni í norðanverðum Reykjarfirði. Vegurinn var síðast opnaður 7. janúar en hélst að mestu opinn fram byrjun febrúar vegna góðrar tíðar. Miðað er við að þann 20. mars hefjist reglubundinn mokstur á veginum, en svonefndur vormokstur eftir G-reglunni margfrægu. Allur kostnaður við þennan mokstur er á Vegagerðina.