15/04/2024

Prófkjörs- og kosningavefur

Hér á vefnum strandir.saudfjarsetur.is hefur verið opnað sérstakt prófkjara- og kosningahólf fyrir þá sem áhugasamir eru um pólitíkina. Þar lenda allar fréttatilkynningar um framboð í prófkjörum og kosningum og einnig greinar frá frambjóðendum og ennfremur greinar sem eru skrifaðar til stuðnings þeim. Kosningavefinn má nálgast hér til vinstri undir tenglinum Alþingiskosningar 2007 og einnig undir auglýsingu um hólfið.