15/04/2024

Bridge vertíðin hafin

Spilakvöld í vorGlaðbeittir spilamenn hjá Bridgefélagi Hólmavíkur hafa hrist spaðaásana fram úr erminni og eru byrjaðir að spila hver með annan vikulega og verður svo í allan vetur. Bridgefélagið hittist í Björgunarsveitarhúsinu á Hólmavík á hverjum þriðjudegi og eru allir velkomnir sem áhuga hafa á að spila með. Um það bil 10-12 manns hafa látið slag standa á þeim spilakvöldum sem þegar hafa verið haldin, en nýliðar mættu gjarnan láta sjá sig. Maríus Kárason er formaður félagsins.