14/10/2024

Gógó-píurnar sigruðu Söngkeppni Ozson

Gógó-píurnar komu, sáu og sigruðu í söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon á Hólmavík á dögunum. Þrjú efstu atriðin í keppninni á Hólmavík komust áfram og keppa í Vestfjarðariðli fyrir Söngkeppni Samfés, en sú keppni fer fram í Súðavík um næstu helgi. Alls kepptu sex atriði, en í sigurhópnum voru Brynja Karen Daníelsdóttir, Fannar Freyr Snorrason, Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Margrét Vera Mánadóttir og Sara Jóhannsdóttir. Þau fluttu lagið Do Lord. Brynja Karen Daníelsdóttir sem söng lagið The Story hafnaði í 2. sæti og Elísa Mjöll Sigurðardóttir sem söng lagið Með þér lenti í 3. sæti.

0

bottom

frettamyndir/2012/640-ozsong9.jpg

frettamyndir/2012/640-ozsong7.jpg

frettamyndir/2012/640-ozsong6.jpg

frettamyndir/2012/640-ozsong4.jpg

frettamyndir/2012/640-ozsong2.jpg

frettamyndir/2012/640-ozsong10.jpg

Frá Söngkeppni Ozon – ljósm. Jón Jónsson