20/04/2024

Myndir af sinubrunanum í Gervidal

Vefnum hafa borist myndir af sinubruna í Gervidal innarlega í Ísafirði, en þessi sinueldur logaði í Djúpinu um klukkan 20:00 á Hvítasunnudag. Líklega er um sama sinueld að ræða og þann sem slökkviliðið á Hólmavík var kallað út til að slökkva á mánudagsmorgun. Það var Ásta Þórisdóttir á Drangsnesi sem átti leið um Djúpið og smellti af þessum myndum.

Ljósm. Ásta Þórisdóttir