15/04/2024

Héraðsbókasafnið opið í kvöld

Síðasti opnunardagur hjá Héraðsbókasafni Strandasýslu á Hólmavík fyrir jól er í kvöld frá kl. 20:00-21:00. Safnið verður svo opið aftur á sama tíma fimmtudaginn 28. desember og 4. janúar á nýju ári og sama dag opnar safnið aftur alla virka skóladaga frá kl. 8:40-9:00. Mikið af jólabókum er komið í hús og kjörið fyrir fólk sem ekki fær margar bækur í jólagjöf að byrgja sig upp af lesefni fyrir jólin.