14/10/2024

Nýr vestfirskur fréttavefur opnaður

Skutull - fréttavefur á VestfjörðumNýr vestfirskur fréttavefur var opnaður formlega á Ísafirði í dag. Vefurinn er
tileinkaður Vestfjörðum og málefnum sem tengjast Vestfjörðum sérstaklega og mun
jafnframt láta sig varða málefni líðandi stundar og það sem efst er á baugi í
þjóðlífinu hverju sinni. Fjögurra manna ritnefnd er við fjölmiðilinn en auk hennar mun starfa sérstök fréttastjórn. Fréttastjóri er Ólína Þorvarðardóttir á
Ísafirði en hún var á árum áður fréttamaður hjá Sjónvarpinu. Að síðunni stendur hópur áhugafólks um framsækna og
faglega fjölmiðlun og markmiðið
með þessum nýja fréttavef er að efla umræðu og fjölga valkostum í fréttamiðlun á
Vestfjörðum, segir í kynningarfrétt á nýja fréttavefnum www.skutull.is.