14/09/2024

Nýr predikunarstóll vígður

Um síðustu helgi var vígður nýr prédikunarstóll í Árneskirkju við guðsþjónustu þar. Nýi stóllinn er hannaður af Guðlaugi Gauta Jónssyni arkitekt sem einnig teiknaði Árneskirkju hina nýju. Prédikunarstóllinn var gefin af afkomendum hjónanna Jóns Guðlaugssonar frá Steinstúni og Aðalheiðar Magnúsdóttur. Séra Guðni Þór Ólafsson prófastur prédikaði og séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur og Kristín Árnadóttir djákni þjónuðu fyrir altari. Kirkjukór Árneskirkju sá um söng við undirleik Stefaníu Sigurgeirsdóttur orgelleikara.

bottom

kirkjur/580-predikunarstoll1.jpg

Ljósm. Jón G. Guðbjörnsson – www.litlihjalli.it.is