12/12/2024

Kranabíll sleit niður raflínu

Nú hefur komið í ljós að straumleysi í Tungusveit, Kollafirði og Bitru í gærkvöldi, var vegna þess að kranabíll keyrði á raflínuna við Heydalsá í Tungusveit og sleit niður báða víra línunnar. Ekki varð slys á fólki. Viðgerð hófst strax er vitað var hvað gerðist, en samkvæmt upplýsingum Þorsteins Sigfússonar svæðisstjóra Orkubús Vstfjarða á Hólmavík var straumlaust frá 18:55 til 20:45.