23/04/2024

Lokaumferðin í torfærunni um helgina

Um helgina er lokaumferðin í Íslands- og Heimsbikarmótinu í torfæru á Hellu. Keppt verður bæði á laugardag og sunnudag og hefjast keppnirnar kl 12:00 á laugardag og kl 13:00 á sunnudag. Þar etja Íslendingar kappi við keppendur frá Noreg og Svíþjóð og eiga Strandamenn að venju fulltrúa í hópnum. Þess má lika geta að Daníel Ingimundarson fór til Noregs að keppa núna í byrjun mánaðar og náði á topp 10 báða dagana sem er mjög góður árangur.