14/04/2024

Þjálfun í fjarnámi og fjarkennslu

Fræðslumiðstöð VestfjaraðÁ fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í vikunni var sagt frá erindi frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða þar sem leitað var eftir að Strandabyggð og Vesturbyggð verði samstarfsaðilar Fræðslumiðstöðvarinnar í verkefni um að efla fjarkennslu og fjarnám á Vestfjörðum. Er verkefnið í tengslum við Vaxtarsamning Vestfjarða og er markmið þess að þjálfa fólk til að fjarkenna og læra í fjarnámi. Mun sveitarfélagið leggja til húsnæði og búnað  vegna verkefnisins, en ber ekki beinan kostnað af því.