24/04/2024

Kvikmyndatökur við Braggann

Þessa dagana dvelur Clémentine Delbecq sem er franskur dansari og upprennandi kvikmyndagerðarkona í Skelinni, fræði- og listamannadvöl Þjóðfræðistofu. Hún leitar m.a. að áhugaverðum tökustöðum á Ströndum og fólki sem er tilbúið að leika í kvikmynd sem hún vinnur nú að, en hún ætlar að snúa aftur í mars til að taka myndina. Á morgun, laugardag, kl. 11:00, ætlar hún að taka upp hópatriði fyrir utan Braggann á Hólmavík og biður Strandamenn um aðstoð. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta og leika í senunum sem tekur stutta stund. Passa þarf upp á klæðnaðinn, hann þarf að vera hlýr og hlutlaus og jafnvel fremur gamaldags. Nýjasta tíska, merkjavara og áberandi táknmyndir ganga ekki.