29/04/2024

Vika símenntunar 24.-30. sept.

Vika símenntunar hefur verið haldin árlega undanfarin ár. Að þessi sinni verður það vikan 24.-30. september sem tileinkuð verður símenntun. Menntamálaráðuneytið stendur fyrir vikunni en Starfsmenntaráð styrkir ennfremur verkefnið sem snýst um að vekja athygli á mikilvægi símenntunar og hvetja fólk til að leita sér þekkingar. Á Vestfjörðum sér Fræðslumiðstöð Vestfjarða um framkvæmd vikunnar, í samvinnu við stéttarfélög og Vinnumálastofnun.

Markmið vikunnar er að auka símenntun í atvinnulífinu og hvetja fólk til að leita sér þekkingar alla ævi. Í viku símenntunar 2007 er lögð áhersla á að ná til þeirra sem hafa litla formlega menntun og hvatt til þess að huga sérstaklega að læsi og lestrarörðugleikum. 

Af tilefni vikunnar munu þeir sem að framkvæmd koma heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum og kynna starfsemi sína. Kynnt verða m.a.:

Námskeið vetrarins.
Náms- og starfsráðgjöf.
Lesblindupróf og úrræði við leserfiðleika.
Styrkir og starfsmenntasjóðir.

Á kvöldin verða í boði stutt námskeið í upplestri og framsögn þátttakendum að kostnaðarlausu. Námskeiðin verða haldin í grunnskólunum kl. 20- 22. Þau verða bæði á íslensku og pólsku. Leiðbeinendur verða þær Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikkona og Mariola Kawalczyk söngkona.

Dagskrá vikunnar er sem hér segir:
·              Mánudagur 24. september.
Heimsóttir vinnustaðir á Bíldudal og Tálknafirði.
Námskeið í Bíldudalsskóla (íslenska).
Námskeið í Grunnskóla Tálknafjarðar (pólska).
·              Þriðjudagur 25. september.
Heimsóttir vinnustaðir á Patreksfirði.
Námskeið í Patreksskóla (íslenska og pólska).
·              Miðvikudagur 26. september.
Heimsóttir vinnustaðir á Reykhólum.
Námskeið í Reykhólaskóla (íslenska)
·              Fimmtudagur 27. september.
Heimsóttir vinnustaðir á Hólmavík og Drangsnesi.
Námskeið í Grunnskólanum á Hólmavík (íslenska).