09/09/2024

Tónleikar með Herði Torfa í kvöld

Stórtónleikar verða á Café Riis á Hólmavík í kvöld þegar söngvaskáldið Hörður Torfa heldur þar tónleika. Í tilefni dagsins er pizzuhlaðborð á Café Riis frá 18:00-20:00 og barinn verður opinn á eftir. Hörður hefur oft heimsótt Hólmvíkinga, bæði með tónleikahald og einnig hefur hann leikstýrt hjá Leikfélagi Hólmavíkur og er kærkominn gestur. Hann hefur nýlega gefið út nýja plötu sem heitir Jarðsaga og svo er alltaf fjöldinn allur af gömlum og góðum lögum á dagskránni. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30