08/10/2024

Veðrið í Árneshreppi í september

Ljósm. Jón G.G.Að venju birtum við hér á strandir.saudfjarsetur.is yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík. September var oft hvassviðrasamur eftir miðjan mánuð og nokkuð úrkomusamur en hlýr. Mjög mikil berjaspretta var og eldra fólk man ekki annað eins til margra ára. Uppskera úr matjurtagörðum (kartöflur, rófur og annað) var mjög góð. Fé kom mjög vænt af fjalli og fallþungi var mjög góður. Fyrsti snjór í fjöllum í Árneshreppi var morguninn 21. september, en á síðasta ári var fyrsti snjór í fjöllum 11. september.

Yfirlit eftir dögum:

1.-4.: Norðan og norðaustan gola eða stinníngsgola, smá rigning eða súld, hiti 5 til 10 stig.
5.: Breytileg vindátt, gola, skúrir, hiti 5 til 11 stig.
6.-9.: Suðlægar vindáttir, stinníngsgola upp í stinníngskalda en 8. og 9. gola og síðan kul, úrkomulítið en þurrt þann 7. og 8., hiti 6 til 14 stig.
10.-11.: Norðaustan gola í fyrstu, síðan kaldi, rigning eða súld, hiti 9 til 12 stig.
12.-13.: Suðlæg eða breytileg vindátt, gola, smá rigning, hiti 9 til 13 stig.
14.-25.: Suðlægar vindáttir, oft kaldi eða stinníngskaldi, en hvassviðri og upp í storm 18. og 19., gola þann 23., rigning eða skúrir, hiti 4 til 14 stig.
26.: Norðan og norðvestan stinníngskaldi, rigning, hiti 5 til 7 stig.
27.-28.: Suðvestan stinníngsgola, skúrir eða rigning, hiti 3 til 10 stig.
29.-30.: Norðaustan kaldi eða stinníngskaldi, skúrir, síðan slydduél, hiti 1 til 6 stig.

Úrkoman mældist 122,2 mm (var 105,5 mm í september 2007).
Þurrir dagar voru 2.
Mestur hiti var 14,5 stig þann 17. sept.
Minnstur hiti var 1,3 stig þann 30. sept.
Meðalhiti við jörð var 5,65 stig (en 3,75 stig í september 2007).
Sjóveður: Oftast sæmilegt fram í miðjan mánuð, en síðan rysjótt oft vegna hvassviðra.

Tekið saman af Jóni G. Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.