26/04/2024

Járnarusl og bílhræ fjarlægð

Fyrir nokkru byrjaði flutningur á brotajárni og þar með bílhræum, búvélum og ónýtum traktorum úr Árneshreppi á vegum Sorpsamlags Strandasýslu. Þetta er mikið og gott framlag af Sorpsamlaginu og verðskuldar það miklar þakkir fyrir sitt framlag í þessu átaki sem nær yfir alla Strandasýslu. Sorpsamlagið sækir rusl í Árneshrepp yfir sumarið og fram á haust, en þetta er í fyrsta skipti sem veitt er þjónusta með járnarusl og úrelda bíla og þessháttar. Hér á eftir koma nokkrar myndir þegar tæki og annað brotajárn er híft á bíla og í Litlu-Ávík og nánar er fjallað um þetta átak á fréttavefnum www.litlihjalli.it.is.

Ágúst Guðjónsson sem hífði stærri tækin upp hafði oft orð á að kraninn réði ekkert við þetta, en allt komst upp á pall á bílunum.

Ljósm. Jón G.G.