22/12/2024

Grunnskólinn á Hólmavík tekur þátt í Lífshlaupinu

Starfsfólk og nemendur Grunnskólans á Hólmavík taka þátt í verkefninu Lífshlaupið að þessu sinni, en Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hvatt alla grunnskóla til þess að taka þátt. Hvatningarleikurinn hófst í dag 2. febrúar og stendur til 22. febrúar, sjá nánar á vefnum www.lifshlaupid.is. Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa. Landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta.