11/11/2024

Lægsta tilboðið í Vestfjarðaveg 341 milljón

Tilboð voru opnuð í dag hjá Vegagerðinni í endurgerð um 15,9 km kafla á Vestfjarðavegi (60), frá Þverá í Kjálkafirði að slitlagsenda við Þingmannaá í Vatnsfirði. Alls bárust 19 tilboð en það lægsta sem barst var frá Heflun ehf og hljóðaði upp á rúmar 341 milljón. Það er einungis um tæp 59% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á rúmar 580 milljónir. Verkinu skal að fullu lokið 30. nóvember 2010. Lista yfir bjóðendur sem birtur er á vef Vegagerðarinnar – www.vegagerdin.is – má finna hér að neðan:

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Arnartak ehf., Kópavogi 805.182.500 138,8 463.955
Verktakafélagið Glaumur ehf., Garðabæ 659.943.000 113,7 318.715
Landsverk ehf., Hafnarfirði 646.391.300 111,4 305.163
Áætlaður verktakakostnaður 580.240.000 100,0 239.012
Klæðning ehf., Hafnarfirði 555.555.000 95,7 214.327
Skagfirskir verktakar ehf., Sauðárkróki 520.238.000 89,7 179.010
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík 517.499.415 89,2 176.271
Þróttur ehf., Akranesi 503.800.000 86,8 162.572
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf., Selfossi 487.000.000 83,9 145.772
Ístak hf., Reykjavík 445.348.957 76,8 104.121
Héraðsverk ehf., Egilsstöðum 444.000.000 76,5 102.772
Ásberg ehf., Mosfellsbæ 443.614.400 76,5 102.386
Hektar hf., Kópavogi 439.183.000 75,7 97.955
KNH ehf., Ísafirði 427.757.655 73,7 86.530
Verktakar Magni ehf., Kópavogi 416.488.200 71,8 75.260
Háfell ehf., Reykjavík 399.941.075 68,9 58.713
Vélaleiga AÞ ehf., Reykjanesbæ 399.580.000 68,9 58.352
Borgarverk ehf., Borgarnesi 389.516.000 67,1 48.288
Ingileifur Jónsson ehf., Reykjavík 384.942.800 66,3 43.715
Heflun ehf., Lyngholti 341.228.000 58,8 0