25/04/2024

Grjótskriðan í Kaldbakskleif

Kalli Þór á ýtunniSíðastliðinn miðvikudag þegar vegurinn í Árneshrepp var opnaður var rutt í gegnum grjótskriðu á veginum í Kaldbakshorni, eins og áður var greint frá hér á vefnum. Var það Karl Þór Björnsson sem stjórnaði ýtunni. Eingöngu er um að ræða bráðabirgða aðgerð og telur Kalli Þór víst að frekara grjóthrun verði niður á veginn þegar hlánar eða rignir.

Hugmyndin er að geyma eins mikið af efninu þarna og hægt er fram á sumar og nota það þá til að gera betri veg úr því einhvers staðar í nágrenninu, ef Vegagerðamenn á Hólmavík fá leyfi og fjármagn til slíkra aðgerða.

Myndir úr skriðunni þegar ekki var búið að taka hana alla niður en þó var búið að komast í gegn að ofan og byrjað að lækka sneiðinginn verulega.

Vegurinn í Kaldbakshorni opinn - búið að ýta skriðunni burt. Jón Gísli Jónsson smellti af myndunum á myndavél Kalla Þórs.