12/12/2024

Skafrenningur á Veiðileysuhálsi

Vegagerðin á HólmavíkAð sögn Vegagerðarmanna á Hólmavík er nú skafrenningur á Veiðileysuhálsi á leið í Árneshrepp. Hefill frá Vegagerðinni fer þar um og hreinsar nú fyrir hádegi og fer síðan aftur til baka frá Djúpavík seinnipartinn. Eru menn hvattir til að miða ferðir sínar við moksturstækið í dag, því reikna má með að vegurinn lokist fljótlega eftir að það fer um.