24/04/2024

Norðurljósin leika í góða veðrinu

Blíðskaparveður hefur verið á Ströndum síðustu vikur og fádæma góð tíð, nánast frá því í lok nóvember. Svo dæmi sé tekið var logn eða gola í Steinadal í Kollafirði í 27 daga af 31 í janúar og úrkoma var með minnsta móti. Áhugamenn um skautahlaup og útivist hafa haft nóg við að vera og á kvöldin hafa menn keppst við að mynda norðurljósin sem leika um stjörnubjartan himininn. Ingimundur Pálsson á Hólmavík náði þessari glimrandi góðu mynd af kotbýlinu Kópnesi, sem er innanbæjar á Hólmavík, þar sem norðurljósin dönsuðu gleðidans á himni á dögunum. Fleiri myndir Munda má finna á slóðinni www.123.is/mundipals.   

Norðurljós á Kópnesi – ljósm. Ingimundur Pálsson