24/07/2024

Flutningabíll á hliðina

Lögreglan hefur haft í nógu að snúast á Holtavörðuheiði í dag, en þar urðu nokkur óhöpp í leiðindaveðri og færi. Seinnipartinn í dag fór flutningabíll á hliðina á heiðinni og stóð til að reyna að hífa hann aftur upp á veg með krana í kvöld. Tilvonandi pistlahöfundur strandir.saudfjarsetur.is – Árdís B. Jónsdóttir – átti leið hjá skömmu eftir að flutningabíllinn lagðist á hliðina og smellti af meðfylgjandi myndum.

Flutningabíll á hliðinni á Holtavörðuheiði – ljósm. Árdís B. Jónsdóttir