20/04/2024

Hringferðin á Drangsnesi

hringferdin

Þrír ungir tónlistarmenn eru nú á hringferð um landið og halda tónleika um víðan völl undir yfirskriftinni Hringferðin. Þau koma að sjálfsögðu við á Ströndum og Hringferðin verður með tónleika á Malarkaffi á Drangsnesi föstudaginn 13. maí og hefjast þeir kl. 22. Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 2000.- fyrir fullorðna og 1.000.- fyrir 16 ára og yngri. Tónlistarfólkið er Mummi, Alda Dís og Aron en í kynningu á þeim við viðburðinn á Facebook segir:

Alda Dís Arnardóttir:
Alda er ný og upprennandi söngkona sem skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún vann hæfileikakeppnina Ísland got talent árið 2015. Í kjölfarið gerði hún sína fyrstu sólóplötu HEIM sem kom út í nóvember það sama ár. Núna í febrúar tók í hún þátt í söngvakeppni sjónvarpsins og hreppti annað sætið með lagið NOW/Augnablik.

Mummi/Guðmundur Reynir Gunnarsson:
Mummi er stórkostlegur píanóleikari sem hefur gert garðinn frægan í fótboltanum. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu, Various Times in Johnny’s Life, árið 2010. Núna í ár tók hann einnig þátt í Ísland got talent og sannaði fyrir þjóðinni hvað hann er ótrúlega fjölhæfur en hann keppti í undanúrslitum og stóð sig með prýði.

Aron Steinþórson:
Aron er söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Puffin Island. Hljómsveitin var stofnuð 2015 og er Indí/Rokkhljósveit og þeir hafa átt 3 lög á top 20 lista rásar 2 á síðasta ári og þar af eitt á í topp 3. Fyrsta plata hljómsveitarinnar mun koma út í sumar.