20/04/2024

39,5 milljónir úr Jöfnunarsjóði

Úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga kemur býsna stór hluti af tekjum sveitarfélaga víða um land. Nú hefur félagsmálaráðherra samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðsins um endanlegan útreikning á framlögum í tengslum við útgjaldajöfnun fyrir árið 2004. Sveitarfélög á Ströndum fá samtals rúmlega 36,4 milljónir á árinu 2004 af þessum framlögum og fær Hólmavíkurhreppur mest í sinn hlut eða rúmar 22,6 milljónir. Þar af er stór hluti upphæðarinnar vegna fjarlægða innan sveitarfélagsins og vegna skólaaksturs, en eftir breytingu fyrir tæpum tveimur árum hefur Jöfnunarsjóður borgað fyrir hann að mestu leyti.

Hér er einungis um hluta af framlögum úr Jöfnunarsjóði að ræða á árinu 2004 sem fara í hverjum flokki eftir ákveðnum reglum. Fleiri þættir njóta stuðnings sjóðsins, t.d. má nefna framkvæmdir við leikskóla, vatnsveitur og íþróttamannvirki.

Framlögin skiptast eftir flokkum á milli sveitarfélaganna eins og sést í þessari töflu:

 
Framlög v.

V. fjarlægða

Skólaakstur

Sveitarfélag
íbúafjölda

innan sv.félaga

í dreifbýli

Árneshreppur
435.682

234.168

352.212

Kaldrananeshreppur
1.963.090

2.105.055

166.850

Bæjarhreppur
1.570.965

239.588

4.723.025

Broddaneshreppur   
776.290

293.116

0

Hólmavíkurhreppur
9.109.366

6.932.886

6.055.318

 
Fækkun

Snjómokstur

Samtals

Sveitarfélag
íbúa

í þéttbýli

útg.framlög

Árneshreppur
0

0

1.022.062

Kaldrananeshreppur
0

308.876

4.543.871

Bæjarhreppur
0

0

6.533.578

Broddaneshreppur   
608.108

0

1.677.514

Hólmavíkurhreppur
0

541.671

22.639.240

Eini flokkurinn sem nú er endanlega staðfest framlag úr á árinu 2004 og sveitarfélög á Ströndum fá ekkert úr, er sérstakt framlag vegna fjölda þéttbýlisstaða í einu sveitarfélagi. Ekki er um slíkt að ræða hér.

Einnig hefur ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nú nýlega ákveðið og félagsmálaráðherra staðfest framlög til sveitarfélaganna vegna 400 milljóna aukaframlags í Jöfnunarsjóðinn. Ákveðið var að skipta 100 milljónum strax til útgjaldajöfnunar og 100 milljónum vegna íbúafækkunar á árunum 2002-4. Hinar 200 milljónirnar eru hins vegar geymdar til að aðstoða þau sveitarfélög sem eiga í verulegum fjárhagsvanda vegna erfiðra ytri aðstæðna. Nefnd vinnur nú að því að greina fjárhagsvanda einstakra sveitarfélaga og gerir hún síðan tillögu um skiptingu þess fjár.

Framlög til sveitarfélaga á Ströndum úr þessum potti eru samtals rúm 3,1 milljón og skiptast á eftirfarandi hátt:

 
Framlög v. 

Framlög v.

Sveitarfélag
fólksfækkunar

útgjaldajöfnunar

Samtals

Árneshreppur
0

45.425

45.425

Kaldrananeshreppur
925.926

201.950

1.127.876

Bæjarhreppur
0

290.381

290.381

Broddaneshreppur   

0

74.556

74.556

Hólmavíkurhreppur
578.704

1.006.188

1.584.892