08/10/2024

Sjálfboðavinna í Félagsheimilinu á Hólmavík

Um síðustu helgi var skipulögð sjálfboðavinna í Félagsheimilinu á Hólmavík, þar sem málningarpenslar og rúllur voru á lofti, auk þess sem menn spörtluðu og pússuðu af miklum móð. Tæplega 30 manns mættu á laugardaginn, en ívið færri á sunnudegi og var mikið líf og fjör báða dagana. Anddyrið fékk allsherjar andlitslyftingu og voru allir veggir málaðir og einnig voru veggir í salnum málaðir og tvisvar þar sem þurfti. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is tók þátt í sjálfboðavinnunni á laugardaginn og smellti af myndum. Rétt er að taka fram að þó flestar myndirnar séu úr kaffitímanum er það ekki af því að menn hafi verið í kaffi mestallan tímann. Dugnaðurinn var bara svo mikill að flestar myndir sem teknar voru af fólki við vinnu voru hreyfðar.

1

bottom

frettamyndir/2008/580-sjalfbodalid7.jpg

frettamyndir/2008/580-sjalfbodalid6.jpg

frettamyndir/2008/580-sjalfbodalid5.jpg

frettamyndir/2008/580-sjalfbodalid1.jpg

Sjálfboðaliðar í Félagsheimilinu á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson og Ásdís Jónsdóttir