29/04/2024

Atburðir næstu daga

Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík hefur sent frá sér vikulega fréttatilkynningu um atburði á Ströndum næstu daga, en mikið er um að vera að venju yfir sumartímann og hefst sú törn strax í byrjun júní. Um helgina eru matar- og kaffihlaðborð, tónleikar og kvennahlaup svo dæmi séu nefnd og helgina eftir eru ýmis fundahöld, gönguferð, siglingar og skemmtanir komnar á dagskrána. Þeim sem standa fyrir atburðum á Ströndum er bent á að senda tilkynningar um þá á info@holmavik.is svo Upplýsingamiðstöðin geti hjálpað til að koma þeim á framfæri.

Föstudagur 9. júní

kl. 16:00 – HM í knattspyrnu hefst – fótboltaveisla á Café Riis þar sem allir leikir eru sýndir og allir velkomnir að horfa. Einnig geta gestir og gangandi horft á leiki á Hótel Laugarhóli.

kl. 20:00 – Tónleikar í Hólmavíkurkirkju með karlakórnum Heimi í Skagafirði.

Laugardagur 10. júní

kl. 11:00 og 13:00 – Kvennahlaup ÍSÍ um land allt og líka á Ströndum. Hlaupið frá Fiskvinnslu Drangs á Drangsnesi kl 11:00 og frá söluskálanum á Hólmavík kl. 13:00. Allar með.

Veisluhlaðborð á Café Riis á Hólmavík um kvöldið – ömmuveisla.

kl. 23:00 – Dansleikur á Café Riis

Sunnudagur 11. júní – sjómannadagur

kl. 14:00-18:00 – Veglegt kaffihlaðborð á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sögusýningin og handverksbúðin opin að venju frá 10:00-18:00.

Gamaldags kaffihlaðborð á Hótel Djúpavík á sjómannadaginn.

Fimmtudagur 15. júní

Kl. 14:00 – Siglingar í Grímsey hefjast – áætlunarferðir með Sundhana frá Drangsnesi. Boðið er upp á bátsferð í Grímsey frá Drangsnesi sem er einungis 10 mínútna sigling. Gengið er um eyjuna með leiðsögn þar sem bæði sögu eyjunnar og fuglalífi er sérstakur gaumur gefinn. Ef veður er gott er siglt hringinn í kringum eyjuna að göngu lokinni og færi dýft í sjó. Ferðin tekur í allt 3-4 tíma, verð kr. 3.500.-

Laugardagur 17. júní – þjóðhátíðardagur

Hátíðahöld um land allt og líka á Ströndum – dagskrá hefur ekki borist.

kl. 14:00-18:00 – Kaffihlaðborð á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sögusýningin og handverksbúðin opin að venju frá 10:00-18:00.

Sunnudagur 18. júní

kl. 13:00 – Dagur hinna viltu blóma. Gönguferð með plöntuskoðun á vegum Sauðfjárseturs á Ströndum og Flóruvina. Gengið verður frá Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík upp í Kálfanes. Þar verða ýmsar jurtir greindar og skoðaðar og sérstaklega spekúlerað í því hversu vel þær henta til að ala sauðfé. Bragðgæði stóru-brennunetlunnar í bæjarhólnum á Kálfanesi verða hins vegar ekki könnuð, en sagt frá þeirri merkisjurt. Leiðsögumenn eru Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson. Nánari upplýsingar um dag hinna villtu blóma má finna á vefsíðunni http://www.floraislands.is/blomadagur.htm.

Kl. 13:00 – Ársþing HSS 2006 verður haldið á Borðeyri sunnudaginn 18. júní. Þingið hefst kl. 13:00 og verður í Kaffihúsi Lækjargarðs ehf sem er í verslunarhúsnæðinu á Borðeyri. Öll aðildarfélög HSS er hvött til að senda fulltrúa á þingið. Gestir koma á þingið frá ÍSÍ, UMFÍ og e.t.v. fleiri aðilum.

Kl. 14:00 – Sigling í Grímsey – áætlunarferð með Sundhana frá Drangsnesi. Boðið er upp á bátsferð í Grímsey frá Drangsnesi sem er einungis 10 mínútna sigling. Gengið er um eyjuna með leiðsögn þar sem bæði sögu eyjunnar og fuglalífi er sérstakur gaumur gefinn. Ef veður er gott er siglt hringinn í kringum eyjuna að göngu lokinni og færi dýft í sjó. Ferðin tekur í allt 3-4 tíma, verð kr. 3.500.-