19/04/2024

Sögufrægt hús á Hólmavík til sölu

Í tilkynningu frá sveitarstjóra Hólmavíkurhrepps kemur fram að eitt sögufrægasta hús Hólmavíkur er nú auglýst til sölu. Þar er um að ræða gamla skólann sem upp á síðkastið hefur verið kölluð gamla slökkvistöðin og stendur að Kópnesbraut 4b. Í húsinu hafa ófáar leiksýningar verið settar upp, þar var Lestrarfélag Hrófbergshrepps lengi til húsa og barnaskóli á Hólmavík frá því húsið var byggt 1913 og til ársins 1948. Eftir það var húsið gert að slökkvistöð og gegndi því hlutverki í hartnær hálfa öld.

Húsið var teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni sem kallaður hefur verið fyrsti arkitekt þjóðarinnar og viðbygging við það undir heimavist sem aldrei var reist var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni húsameistara. Skemmtilegur söguþáttur um gamla skólann er að finna í Strandapóstinum 1999-2000, árgangi 33, eftir Óla E. Björnsson og kemur þar margt fróðlegt fram. 

Tilboð skulu berast á skrifstofu Hólmavíkurhrepps fyrir þriðjudaginn 13. júní 2006.  Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps áskilur sér rétt til að taka hæsta tilboði eða hafna öllum.  Nánari upplýsingar eru veittar í síma 451-3510.

Gamli skólinn – Ljósm. Jón Jónsson