12/12/2024

Sjómannadagsdagskrá um helgina

Sjóleikir verða við höfnina á Hólmavík laugardaginn 10. júní í tilefni af Sjómannadeginum, en það er Björgunarsveitin Dagrenning og ungliðadeildin sem standa fyrir leikjunum. Keppt verður koddaslag, flekahlaupi og kararóðri og áskorun verður í öllum greinunum sem hefjast kl. 13:00. Á sjálfan Sjómannadaginn, sunnudaginn 11. júní verður svo haldin hin árlega Marhnútaveiðikeppni á höfninni og hefst kl. 11:00. Meðfylgjandi myndir eru frá Marhnútaveiðikeppninni sjómannadagsins á síðasta ári og er ætlað að hvetja alla unga veiðimenn að taka fram og pússa veiðistöngina fyrir átök Sjómannadagsins.

Á laugardag verður Ömmuveisla á Café Riis í tilefni Sjómannadagsins og dansleikur þar sem Stebbi Jóns á Hólmavík leikur fyrir dansi. Á Sjómannadaginn verður síðan kaffihlaðborð á Sauðfjársetrinu á Sævangi og hefst kl. 14:00.

Stoltur þátttakandi í Marhnútaveiðikeppninni á síðasta ári

frettamyndir/2006/580-sjomannadagur3-05.jpg