13/10/2024

Blómaskoðunarferð hjá Náttúrubarnaskólanum

Blóm, ljósberi

Þriðjudaginn 14. júlí stendur Náttúrubarnaskólinn fyrir kvöldgöngu fyrir fullorðna og börn, þar sem blómaskoðun er viðfangsefnið. Um leiðsögn í blómaskoðunarferðinni sér Hafdís Sturlaugsdóttir starfsmaður Náttúrustofu Vestfjarða. Mæting er við Sauðfjársetur á Ströndum í Sævangi og mun gangan líka enda þar á kvöldkaffi. Þátttökugjald er 1000 kr. (kvöldkaffið innifalið) og er reiknað með að gangan taki um það bil klukkutíma. Ekki þarf að skrá sig, bara að mæta á staðinn áður en gönguferðin hefst kl. 20:00. Skemmtilegur fróðleikur og útivera fyrir alla, segir í tilkynningu frá Náttúrubarnaskólanum. Á myndinni hér að ofan er ljósberi.