28/03/2024

Borgarísjaki sést frá Gjögurvita

Borgarísjaki austur af Gögurnesi í haustUm miðjan dag var fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is í Árneshreppi, Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík, í eftirlitsferð í Gjögurvita sem er rétt austast á tanganum fyrir neðan Gjögurflugvöll. Sá hann þá borgarísjaka norðaustur af vitanum, sirka 20-25 km frá landi. Jakinn hlýtur að vera stór, því hann sést sæmilega í þessari fjarlægð.

Fréttir bárust frá Veðurstofu Íslands í dag að flugvél Landhelgisgæslunnar hefði tilkynnt um allstóran borgarísjaka á Húnaflóa í dag og sennilega er um sama jakann að ræða. "Ég hef átt í nokkurn tíma von á hafís vegna ríkjandi hvassra SV átta að undanförnu," segir Jón, "enda haft augun hjá mér undanfarið og horft til hafsins þegar skyggni leyfir."

Meðfylgjandi mynd tók Jón G. Guðjónsson þann 19. ágúst síðastliðið haust af borgarísjaka sem var um 8 km austur af Gjögurflugvelli.