19/04/2024

Þæfingur í Árneshrepp

Veturinn er byrjaður að láta á sér kræla á norðanverðum Ströndum og samkvæmt vef Vegagerðarinnar er nú þæfingur í Árneshrepp og verið að moka. Fyrir norðan er jörð orðin alhvít, en við Steingrímsfjörðinn hefur aðeins gránað í fjöll en alautt er á láglendi. Hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði og Þorskafjarðarheiði, en snjór á Tröllatunguheiði og skafrenningur samkvæmt Vegagerðarvefnum.