10/05/2024

Tæpir sex milljarðar í nýframkvæmdir í vegagerð

Í frétt á vef Vegagerðarinnar kemur fram að á núgildandi samgönguáætlun var áætlað að 7,5 milljarðar færu til nýframkvæmda (stofnkostnaðar) á árinu 2011. Á fjárlögum sem samþykkt voru á alþingi fyrir 2011 var hins vegar dregið úr þessu fjármagni og settir tæpir 6 milljarðar króna í nýframkvæmdir ársins. Á listanum yfir verkefni sem stefnt er að því að vinna að 2011 er eitt á Ströndum, lagfæring á Strandavegi í botni Steingrímsfjarðar norðanverðum. Ætlunin er að það verkefni verðið boðið út í vor, en hluti fjárveitinga til verkefnisins færist yfir á árið 2012. Sjá nánar á www.vegagerdin.is.